Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Starfsmannarugl

06.11.2019
Starfsmannarugl

Í vinavikunni gera starfsmenn ýmislegt sér til skemmtunar og eitt af því var að skipta um hlutverk í eina kennslustund. Dregið var um hlutverk og þurfti starfsfólk að setja sig í spor kennara, stuðningsfulltrúa, skólaliða, stjórnenda eða annarra starfsmanna. 

Sem dæmi má nefna að húsvörðurinn var skólastjóri, ritarinn fór í hlutverk kennara, skólastjórinn fór í ræstingar og stuðningfulltrúi kenndi í unglingadeild. Kennslustundin gekk vel og höfðu allir gaman af þessari tilbreytingu, ekki síst nemendur.

Á myndasíðunni má sjá myndir sem skólaliði í hlutverki kennsluráðgjafa tók meðan á starfsmannaskiptunum stóð.

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband