Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólaföndurdagur

26.11.2019
Jólaföndurdagur

Í dag var jólalegt hjá okkur í Sjálandsskóla. Það mátti heyra jólatónlist á öllum svæðum og voru nemendur og starfsfólk að búa til jólaskraut til að skreyta skólann. Þá voru nemendur einnig að búa til jólagjafir handa foreldrum og við munum að sjálfsögðu ekki segja frá þeim fyrr en eftir jól.

Að þessu sinni var ákveðið að hver bekkur myndi skreyta sitt svæði og unglingadeild tók auk þess að sér að skreyta matsalinn. 

Á myndasíðunni má sjá myndir frá jólaþemadeginum  

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband