Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lopapeysur á bóndadegi

24.01.2020
Lopapeysur á bóndadegi

Í dag er bóndadagur og þorrinn að hefjast. Í tilefni dagsins voru margir nemendur og starsfólk í lopapeysum að þjóðlegum sið.

Á myndasíðunni má sjá svipmyndir úr skólastarfinu í dag.

Þorri er nafnið á fjórða mánuði vetrar að gömlu íslensku misseratali. Hann hefst á föstudegi á bilinu 19.–26. janúar og lýkur á laugardegi áður en góa tekur við. Sá laugardagur er nefndur þorraþræll. Fyrsti dagur í þorra er kallaður bóndadagur og þekkist það nafn frá því á miðri 19. öld. Þann dag á húsmóðir að gera vel við bónda sinn í mat.
Þorrinn og góan þóttu erfiðastir vetrarmánaðanna þar sem oft var farið að ganga á matarbirgðirnar. Í söfnum Orðabókar Háskólans má finna þessi orðatiltæki:

  • Hægt er að þeyja þorrann og góuna.
  • Hægt er að þreyja þorrann og góuna og þá ber kýrin.

(af Vísindavefnum)

 

Upplýsingar um þorrann og bóndadaginn

Þorrinn -námsefni MMS 

 

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband