Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólastarf mánudaginn 4.maí

30.04.2020
Skólastarf mánudaginn 4.maí

Það er gleðiefni að geta nú loks útskýrt fyrstu skrefin sem við munum nú stíga til baka í „venjulegt skólastarf“. Eins og almannavarnir hafa bent á þá eigum við að fara varlega og við munum í einu og öllu fylgja fyrirmælum til hins ítrasta. Það eru nokkrar reglur sem við þurfum öll að fylgja enn um sinn til að vernda okkur sjálf. Það hefur stundum verið sagt að samfélagið sem við búum í er spegilmyndin af okkur sjálfum. Og nú reynir á úthaldið . Fyrsta skrefið í úthaldinu er að lesa þessa frétt til enda!

Kennsla hefst skv. stundaskrá mánudaginn 4. maí.
Í auglýsingu stjórnvalda um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, dagsett 21. apríl 2020 segir í 8. grein um takmörkun gildissviðs:
Ákvæði 3., 4. og 5. gr. auglýsingar þessarar taka ekki til nemenda í starfsemi leik- og grunn¬skóla þannig að þar sé hægt að halda óskertri vistun og kennslu. Sama á við um starfsemi dag¬foreldra, frístundaheimila, félagsmiðstöðva og aðra lögbundna þjónustu á leik- og grunnskólastigi. Í því felst að ekki eru takmarkanir á því hversu margir nemendur geti verið saman komnir eða nálægð þeirra í framang¬reindri starfsemi, þ.m.t. í frímínútum og mötuneyti. Öðrum en nemendum ber í framan¬greindri starfsemi að fara eftir ákvæðum auglýsingarinnar eins og unnt er.

Mikilvægt er að heilbrigðir nemendur sæki sinn skóla og engin breyting hefur orðið á skólaskyldu barna á grunnskólaaldri. Líkt og áður er COVID-faraldurinn kom upp þurfa að vera veigamiklar ástæður fyrir því að börn á grunnskólaaldri mæti ekki í skóla eða stundi ekki nám sitt. Hins vegar er mikilvægt að nemendur komi ekki í skóla ef þeir sýna einkenni sem svipar til einkenna COVID-19, s.s. hita, hósta, bein- og vöðvaverki eða þreytu.

Nemendur
• Íþróttir, sund og list- og verk og valgreinar verða með hefðbundnum hætti og hefjast mánudaginn 4. maí.
• Morgunsöngur verður með hefðbundnum hætti frá og með 5. maí . Nemendur í 7.bekk byrja daginn á hreyfingu eða því sem kennarar ákveða.
• Valgreinar byrja skv. stundaskrá.

Inngangar og aðgengi gesta og foreldra
• Allir sem koma inn í skólahúsnæðið eiga að spritta hendur. Sprittskammtarar eru komnir við alla innganga.
• Inngangar verða lokaðir á meðan á kennslu stendur, á þeim tíma verður opið við inngang næst sjónum og við íþróttahús.Foreldrar og aðrir gestir eru beðnir um að gefa sig fram við skrifstofu skólans ef þeir þurfa nauðsynlega að koma inn í skólann. Óheimilt er að fara inn á svæðin eða bíða eftir nemendum í anddyrum hússins.
• Nemendur nota innganga eins og áður við upphaf og lok dags.
• Mælst er til þess að sem fæstir fullorðnir kom í skólabygginguna. Leita skal leiða til að halda fundi með rafrænum hætti.

Hádegismatur
• Allir nemendur þvo hendur áður en þeir fara í matsal og spritta sig áður en þeir skammta matinn. Nemendur skammta sér sjálfir og aðstoða í matsal skv. skipulagi.
• Nemendur í 1.-7.bekk fara í útivist fyrir eða eftir mat (skv. stundaskrá).

Vorferðir og innilega
Innilega og ferðir unglingadeildar falla niður. Verið er að skoða útskriftarferð nemenda í 10.bekk, nánar um það síðar. Umsjónarkennarar munu senda upplýsingar þegar nær dregur um fyrirkomulag vordaganna.

Útskriftir og skólaslit
Við sendum upplýsingar um útskrift og skólaslit um miðjan maí.

Við hlökkum til að hefja skólastarfið á mánudag :-)

 
Til baka
English
Hafðu samband