Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólabyrjun

12.08.2020
Skólabyrjun

Skólasetning í Sjálandsskóla er mánudaginn 24. ágúst kl. 9. Nemendur hitta umsjónarkennara sína á heimasvæði bekkjarins klukkan 9.
Við biðjum foreldra/ forráðamenn að fylgja ekki börnum sínum á skólasetningu þetta haust vegna fyrirmæla um sóttvarnir.
Nýir nemendur og verðandi 1. bekkingar fá boð á fund með umsjónarkennara en nánari upplýsingar verða sendar þegar nær dregur.

Hefðbundin kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25. ágúst.

Skólahald verður með hefðbundnum hætti þetta haust og tilmælum sóttvarnalæknis, landlæknis og almannavarna fylgt í hvívetna. Því beinum við því til foreldra/ forráðamanna að takmarkanir verði á heimsóknum í skólabygginguna og ávallt þarf að gefa sig fram við ritara á 2. hæð. Umsjónarkennarar munu í næstu viku senda nánara skipulag fyrir hvern bekk og einstaka viðtöl þar sem það á við.

Frístundaheimilið Sælukot opnar 17. ágúst fyrir verðandi 1. bekkinga sem eru forskráðir. Sælukot er lokað mánudaginn 24. ágúst en opnar fyrir nemendur í 1.-4. bekk þriðjudaginn 25. ágúst. Við biðjum foreldra/ forráðamenn að skrá börnin í Sælukot á Minn Garðabær sem allra fyrst.

Til baka
English
Hafðu samband