Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Félagsmiðstöðin Klakinn

24.09.2020
Félagsmiðstöðin Klakinn

Klakinn er kominn á fullt með nýja opnunardaga fyrir unglingadeild.

Núna er Klakinn opinn á mánudögum og miðvikudögum.

Dagskrá Klakans er unnin í samstarfi við félagsmálaval og hefur m.a. verið pizzakvöld, billjardmót, spurningakeppni og margt annað á dagskrá núna í byrjun skólaárs.

Við stefnum á nokkra stóra viðburði fyrir jól og eru m.a. sleepover, sameiginlegt ball með Elítunni (félagsmiðstöðin í Álftanesskóla) og að sjálfsögðu hina árlegu jólaskemmtun.

Á hverju ári setur Klakinn upp leikrit og á þessu ári munum við setja upp leikritið School Of Rock eða Rokkskólinn og mun leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir leikstýra því.

Það er margt spennandi framundan og við erum spennt fyrir skólaárinu.

Til baka
English
Hafðu samband