Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólahald í hertu samkomubanni

05.10.2020
Skólahald í hertu samkomubanni

Í hertu samkomubanni þá vilja skólastjórnendur ítreka það að foreldrar komi ekki inn í skólahúsnæðið og að allir fundir verða fjarfundir. Það á einnig við um foreldrafundinn 26.október.

Skólahald nemenda verður þó með hefðbundnu sniði en starfsfólk mun skipta sér á ákveðin svæði í skólabyggingunni til að minnka eins og hægt er samskipti sín á milli.

Við biðjum foreldra/forráðmenn að láta skólann vita ef upp kemur smit á ykkar heimili og sömuleiðis munum við upplýsa ykkur ef veiran finnur sér bólfestu hjá okkur. Einnig er mikilvægt fyrir okkur í skólanum að vita ef nemendur eru í sóttkví. Við höfum fylgt tilmælum almannavarna vegna grunnskóla eins vel og okkur hefur verið unnt. Til að geta haldið skólastarfi áfram óskertu þurfum við öll að leggjast á eitt að passa sóttvarnir. Liður í því er að gestir komi ekki inn í skólann á skólatíma. Því biðjum við ykkur, kæru foreldrar/ forráðamenn, að koma ekki inn í húsnæði skólans heldur hringja á skrifstofu ef erindið er brýnt í símanúmer 5903100 og sama á við um forráðamenn barna í Sælukoti en þá er hægt að hringja í símanúmerið 6171508.

Við þurfum að taka höndum saman og verja okkur eins og hægt er og takmarkað aðgengi er liður í því. Jafnframt munum við eftirleiðis halda alla fundi og viðtöl sem fjarfundi og/ eða ræða saman í síma eða með tölvupósti.

 

Á vefnum Covid.is er hægt að nálgast ýmsar upplýsingar varðandi Covid.

Fræðsla fyrir foreldra á tímum Covid -upplýsingaplaköt

Upplýsingar um börn og Covid 

 

Til baka
English
Hafðu samband