Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Útikennsla í 5.bekk

08.10.2020
Útikennsla í 5.bekk

Nemendur í 5. bekk fóru í skemmtilega hjólaferð um daginn. Hópurinn hjólaði í Prýðishverfið og svo léku nemendur sér í Gálgahrauni og tíndu ber í ljómandi góðu veðri.

Í útikennslu 7. október var svo farið með nemendur á kajak og einnig tóku þeir þátt í ljósmyndaverkefni utandyra. Sjórinn var spegilsléttur og mikil veðurblíða og stóð hópurinn sig frábærlega. Það var gaman að sjá gleðina og samvinnuna í hópnum.

Myndasíða 5.bekkjar 

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband