Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Útikennsla í Sjálandsskóla

28.10.2020
Útikennsla í Sjálandsskóla

Í Sjálandsskóla er lögð mikil áhersla á útikennslu og í hverri viku eru skipulagðir tímar í útikennslu í 1.-7.bekk. Kennarar eru duglegir að nota nágrenni skólans, fjöruna, hraunið og skólalóðina til að fræða nemendur. 

Útikennsla er samþætt við allar námsgreinar skólans og býður uppá marga möguleika sem ekki er hægt að framkvæma inn í skólastofu. Í útikennslutímum fara nemendur einnig á söfn, leiksýningar, ferðast um nágrenni skólans, læra að elda úti og margt fleira.

Á myndasafni skólans má sjá dæmi um útikennslu í Sjálandsskóla

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband