Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólahald næstu 2 vikur

02.11.2020
Skólahald næstu 2 vikur

Í dag hefur starfsfólk Sjálandsskóla unnið hörðum höndum að skipulagi á skólahaldi næstu vikurnar eða frá 3. nóvember til 17. nóvember. Við í Sjálandsskóla höfum staðið okkur vel þegar kemur að öllum sóttvörnum og við ætlum að halda því góða starfi áfram og vanda okkur.

Búið er að hólfa bekki niður og dreifa á svæði þannig að hægt sé að tryggja 2 metra á milli nemenda. Þetta skipulag felur óhjákvæmilega í sér einhverja skerðingu á skólastarfi en við munum leggja kapp á að gæði skólastarfsins okkar skerðist ekki.

Næstu tvær vikurnar verður skólastarf í 5.-10. bekk með breyttu sniði í samræmi við reglugerð ráðuneytisins.

Nemendur bíða á útisvæði í byrjun skóladags þangað til kennarar koma að sækja hópinn líkt og gert var í vor. Umsjónarkennarar munu senda upplýsingar um skipulag sinna hópa í dag.

Lengd skóladagsins verður óbreytt hjá nemendum í 1.-4. bekk. Sælukot hefur verið hólfað og færa starfsmenn sig inn á heimasvæði barnanna.

Nemendur í 5.-10. bekk verða með viðveru í skólanum í 6 kennslustundir á dag. Á miðstigi og unglingastigi verður tæknin notuð og nemendur fá verkefni á netinu þar sem Google Classroom verður nýtt til náms og kennslu. Upplýsingar um það verða í Námfús og í rafrænum skólastofum bekkjar á Classroom.

Nemendur í 1.-4 .bekk sem eru í áskrift fá hádegismat á sitt heimasvæði en nemendur í 5.-10. bekk taka hádegismatinn með sér heim að loknum skóladegi.

Við biðlum til foreldra sem eiga fjölnota grímur að senda börnin ykkar með þær í skólann. Við munum vera með einnota grímur fyrir þá sem á þurfa að halda. Þegar farið er um sameiginleg rými innan skólans er grímuskylda fyrir nemendur í 5. bekk og eldri og einnig þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra á milli. Nemendur í 1.-4. bekk þurfa ekki að bera grímur á skólatíma og 2 metra reglan á ekki við um þá.

Myndir frá uppröðun á kennslusvæðum í dag 

 

Til baka
English
Hafðu samband