Ofurhetjudagar á bókasafninu
01.02.2021

Í dag hefst ofurhetjulestur á bókasafni Sjálandsskóla, sem stendur fram að vetrarfríi. Nemendur sem vilja taka þátt geta skráð sig hjá Hrefnu á bókasafninu. Þeir lesa bækur sem tengjast ofurhetjum og liggja frammi í kössum á bókasafni, sér fyrir yngsta stig og sér fyrir miðstig.
Yngsta stig þarf að lesa sex bækur (stuttar) til þess að fá verðlaun og viðurkenningu. Miðstig les þrjá bækur þar sem þær eru lengri.
Einnig verður hægt að snúa lukkuhjólinu og finna út hver ofurkraftur þinn er ásamt því að finna út hvert sé ofurhetjunafnið þitt. Þá mun bókasafnsbangsinn Bóbó, sem nemendur á yngsta stigi kannast við, klæðast ofurhetjubúningnum sínum.