Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Útsaumuð listaverk

19.02.2021
Útsaumuð listaverk

Nemendur í unglingadeild geta valið fjölmörg spennandi valnámskeið í Sjálandsskóla.

Þessa dagana eru nokkrir nemendur í vali sem heitir Myndmennt og útsaumur. Í útsaumshluta námskeiðsins velja nemendur sér frægt listaverk og útfæra það í textíl með fjölbreyttum útsaumssporum, þæfingu og öðrum aðferðum.

Í leiðinni kynna nemendur sér listamanninn sem vann verkið og tilurð þess. Á meðan nemendur vinna, hlusta þeir á listasögu þætti og eða valda þætti úr Í ljósi sögunnar.

Myndir af textíl-listaverkum

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband