Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nýtt valtímabil í unglingadeild

14.10.2021
Nýtt valtímabil í unglingadeild

 Í næstu viku hefst nýtt valtímabil í unglingadeild. Hvert valtímabil er níu vikur og  tímabilin fjögur yfir veturinn.

Tímabil tvö stendur fram að jólum.. 

Úrval valgreina er mikið í Sjálandsskóla og á hverju tímabili geta nemendur valið á milli 15-20 valgreina. Sem dæmi má nefna 3D hönnun og prentun, fjallganga, Yoga Nidra, hljómsveitaval, bakstur, lög og reglur, útsaumur, bollakökur, forritun, félagsmálaval, boltagreinar, tónlist og myndbönd, vefsíðugerð, skartgripasmíði, fjallahjól, jákvæð sálfræði, babminton, ítölsk matargerð, útieldun, kajak, götulist, kvikmyndatónlist og margt fleira.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband