Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Loksins aftur morgunsöngur

03.03.2022
Loksins aftur morgunsöngur

Núna þegar búið er að aflétta öllum takmörkunum í skólastarfi geta nemendur komið aftur í morgunsöng, en sá skemmtilegi viðburður hefur verið við lýði frá upphafi skólans.

Sökum takmarkana í skólastarfi vegna Covid undanfarin tvö ár hefur morgunsöngur raskast reglulega. Stundum var enginn morgunsöngur og stundum aðeins litlir hópar sem gátu tekið þátt hverju sinni.

Nú geta aftur á móti allir nemendur í 1.-6.bekk hist á hverjum morgni í morgunsöng þar sem Ólafur tónmenntakennari stjórnar söng. Á hverjum morgni eru sungin tvö lög og að því loknu fara nemendur inn á sitt heimasvæði.

Myndir frá morgunsöng í dag á myndasíðunni

 

Til baka
English
Hafðu samband