Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsókn á Hönnunarsafnið -3.b.

15.03.2022
Heimsókn á Hönnunarsafnið -3.b.

Hönnunarsafn Íslands í Garðabæ bauð 3. bekk að koma á sýningu um sund og sköpun sundlaugar. Sýningin nær yfir tímabilið frá sundvakningunni við upphaf 20. aldar til dagsins í dag.

Á henni heyrðu börnin sögur sem bunuðu úr sturtum, lærðu um allar reglurnar sem ekki eru skráðar en við þekkjum samt svo vel.
Þau veltu fyrir sér hugtökum eins og samfélagshönnun og hvernig sundlaugarnar hafa haft djúpstæð áhrif á samfélagið. Skoðuð voru nýyrði sem orðið hafa til í tengslum við sundið og spáðu í hvernig fyrirbæri heiti potturinn er.

Seinni hluti heimsóknar var helgaður sköpun á sundlaug. Í Smiðju bjuggu börnin saman til sundlaug bekkjarins þar sem allskyns fígúrur urðu til.
Sundlaugarnar sem börnin bjuggu til verða settar upp á sýningu á Garðatorgi á Barnamenningarhátíð í apríl.

Myndir frá heimsókn á Hönnunarsafnið

 


Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband