Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nordplus -samstarfsverkefni

15.03.2022
Nordplus -samstarfsverkefni

Í síðustu viku fóru nokkrir nemendur í 10.bekk til Danmerkur í tengslum við Nordplusverkefni sem skólinn tekur þátt í.

Sjálandsskóli tekur nú þátt í skemmtilegu og áhugaverðu verkefni á vegum Nordplus en verkefnið gengur út á að nemendur vinna að sjálfbærri þróun í umhverfi sínu og leita lausna við þeim með því að skoða nærumhverfi sitt. Verkefnið er unnið með skólum frá Danmörku og Eistlandi.

Í nóvember 2021 fór Sjálandsskóli með 11 nemendur til Eistlands þar sem þau hittu nemendur frá Danmörku og Eistlandi. Þar var unnið í allskonar verkefnum tengdum sjálfbærri þróun og rætt hvað þau geta gert betur. Einnig fengu nemendur að skoða þrjá borgir í Eistlandi, Pårnu, Tartu og Tallin.

Í síðustu viku fóru nokkrir nemendur í 10.bekk til Danmerkur og var þar svipuð dagskrá. Þar var lögð mikil áhersla á hvað hægt er að gera til að halda sjónum hreinum og hversu mikilvægur sjórinn er fyrir okkur.

Í maí 2022 munu síðan nemendur frá Danmörku og Eistlandi koma í heimsókn til Íslands og eru stjórnendur og kennarar í Sjálandsskóla að vinna á fullu í að búa til skemmtilega og lærdómsríka dagskrá fyrir þá daga.

Sjálandsskóli hefur áður tekur þátt í svona verkefni en árið 2018 tók skólinn þátt í verkefninu ,,Blast The Plast", verkefni sem gekk út á að finna lausnir við notkun okkar á plasti.

Við í Sjálandsskóla teljum mikilvægt að taka þátt í slíkum verkefnum, bæði til að efla tengslanet við skóla erlendis og einnig er þetta góð reynsla og vitundarvakning fyrir ungmenni.

Myndir frá Danmerkurferðinni 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband