Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Geðlestin -fyrirlestur

28.03.2022
Geðlestin -fyrirlestur

Geðlestin kom í heimsókn í síðustu viku og hélt fyrirlestur fyrir unglingadeildina.

Markmiðið með Geðlestinni er að ræða við ungt fólk um geðheilsu og hvernig best sé að rækta hana og vernda. Lífið býður upp á allskonar áskoranir og stundum þurfum við að leita okkur aðstoðar við verkefni lífsins. Það er eðlilegasti hlutur í heimi að biðja um hjálp.

Nemendur voru hvattir til þess að tjá tilfinningar sínar, spyrja spurninga og ræða við foreldra/aðstandendur eða kennara um það sem gengur á í amstri dagsins. Geðlestin er samstarfsverkefni Rauða krossins og Geðhjálpar.


Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband