Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stóra upplestrarkeppnin

05.05.2022
Stóra upplestrarkeppnin

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Álftanesskóla á mánudag. Þar lásu nemendur úr 7.bekk úr Álftanesskóla, Flataskóla, Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla og Urriðaholtsskóla.

Nemendur lásu hluta úr texta og ljóð og stóðu sig með prýði.

Fyrir hönd Sjálandsskóla lásu Hákon Bjarnar Eiríksson og Gyða Karen Hlynsdóttir. Varamaður var Hlynur Axelsson.

Í fyrsta sæti var Tíbrá Magnúsdóttir úr Álftanesskóla, Hákon í öðru sæti og Klara Margrét Sveinsdóttir úr Hofsstaðaskóla í þriðja sæti.

Við óskum sigurvegurunum til hamingju.


Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband