Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fjölbreytt val í unglingadeild

19.05.2022
Fjölbreytt val í unglingadeild

Í Sjálandsskóla geta nemendur í unglingadeild valið yfir 40 valgreinar næsta vetur. Valgreinatímabilið skiptist í fjögur tímabil og nú hafa verðandi 8.-10.bekkingar valið sér nokkrar af þeim valgreinum sem í boði eru.

Heimavinna og heimilisfræði er kennd á öllum valtímabilunum fjórum. Heimilisfræðin skiptist í bakstur og matreiðslu. Sem dæmi um val er ,,Hollur morgunverður“, ,,Snöggt og gott“, ,,Heimsreisa“ þar sem nemendur elda þekkta rétti frá hinum ýmsum löndum, ,,Útieldun“ og ,,Bollakökur og skreyting“.

Í íþróttum er boðið upp á badminton, fjallgöngu, fjallahjól, kajak, boltagreinar, skák og Yoga Nidra.

Í tungumálum er boðið upp á frönskuval.

Í listgreinum geta nemendur valið um textílmennt, myndmennt, hönnun og gerð nytjahluta, lampagerð, þar sem nemendur smíða og hanna sinn eigin lampa úr tré, vatnslitunarval, prjón, hekl og kvikmyndir, mótun úr leir, leturgerð, endurvinnsla og pappamassi, tónlist og tölvuleikir, þrykkt og skorið þar sem nemendur skera út stensla sem notaðir verða til að þrykkja á efni og pappír. Einnig er val um leiklist/sönglist og hljómsveitarval fyrir söngleikinn. Sýningin verður síðan sýnd á sal fyrir nemendur skólans og foreldra. Einnig er valið ,,Handlagin(n) heima, þar sem nemendur læra t.d. að bora í vegg, skipta um klær á rafmagnssnúrum, þvo ullarföt og fá kynningu á notkun verkfæra sem ,,nauðsynlegt“ er að eiga á hverju heimili. Boðið er upp á kvikmyndaval þar sem rýnt er í ýmsar þekktar myndir.

Valáfangar þar sem unnið er í tölvum eru t.d. ,,3D hönnun og prentun“, ljósmyndun, ,,Allt sem þú getur gert í Google“ og Microbit forritun. Einnig er boðið upp ,,Fyrstu skref í fjármálum“, ,,Dýr og umhverfi“, ,,Lego forritun og hönnun, ,,Búum til teiknimyndasögu“ og ,,Hlaðvarp“.

Í gær voru nemendur í útieldunarvali að grilla úti í góða veðrinu og á myndasíðunni má sjá myndir frá útieldun

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband