Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Leikskólinn í heimsókn

19.05.2022
Leikskólinn í heimsókn

Í gær komu verðandi nemendur í 1.bekk í heimsókn til okkar í Sjálandsskóla. Það voru krakkar úr leikskólanum Sjálandi sem ætla að koma í 1.bekk næsta vetur.

Skólastjórnendur sýndu þeim skólann og svo tóku núverandi 1.bekkingar vel á móti þeim og sýndu þeim hvernig er að vera í 1.bekk í Sjálandsskóla. 

Við hlökkum til að hitta þessa hressu krakka aftur næsta haust þegar þeir setjast á skólabekk í Sjálandsskóla.

Myndir frá heimsókninni

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband