Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Forvarnarvika Garðabæjar

12.10.2022
Forvarnarvika Garðabæjar

Í dag er síðasti dagur forvarnarviku í Garðabæ. Þema vikunnar var Farsæld með áherslu og samveru og foreldrahlutverkið. Flestir bekkir unnu verkefni í tengslum við vikuna á sinn hátt en sem dæmi má nefna að nemendur í Fjölbrautaskóla Garðabæjar komu og voru með fyrirlestur fyrir 7.bekk um næringu, svefn og heilsu. Eftir fyrirlesturinn buðu þau nemendum í 5. 6. og 7. bekk út í skemmtihlaup þar sem ýmsar þrautir voru í boði á leiðinni. 

Í 9.bekk tóku nemendur þátt í forvarnardeginum sem er haldinn árlega á vegum forseta Íslands. Nemendur fengu fræðslu og tóku þátt í umræðum um nýjustu niðurstöður rannsókna á þeirra aldurshóp. Farið var yfir hvaða þættir hafa verndandi áhrif á líf þeirra. Nemendur unnu saman í hópum þar sem þeir tóku þátt í umræðu og svöruðu spurningum inni á vef forvarnardagsins. Í kjölfarið gafst þeim kostur á að taka þátt í leik þar sem þau unnu með þá þætti sem dregið geta úr áhættuhegðun.

Á föstudaginn munu nemendur í 7. bekk fá fræðslufyrirlestur sem nefnist Fokk me fokk you. Fyrirlesturinn fjallar um sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti kynjanna. Þriðjudaginn 18.okt er foreldrum barna í 7.bekk boðið á þennan fyrirlestur - nánar auglýst í tölvupósti.  


Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband