Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Rýmingaræfing

15.11.2022
Rýmingaræfing

Í gær 14.11 var árleg rýmingaræfing í Sjálandsskóla. Þessi æfing var líka upphaf árlegs Eldvarnarátaks Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Nemendur í 3. bekk fengu heimsókn frá Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra, Bjarna Ingimarssyni varaformanni Landssambands slökkviliðsmanna og fleiri góðum gestum. Rýmingaræfingin gekk vel og eftir að rýmingu lauk var gestum og starfsfólki boðið að slökkva eld með slökkvitæki og eldvarnarteppi og fylgdust nemendur spenntir með. Fjölmiðlar tóku þátt í þessum viðburði og RÚV birti innslag í kvöldfréttunum.

 

Myndir frá æfingunni. 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband