Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Landsmót Samfés

22.10.2019

Helgina 4.-6. september fóru sjö unglingar á vegum félagsmiðstöðvarinnar á landsmót Samfés sem haldið var í Mosfellsbæ. Með þeim fór forstöðumaður Klakans, Tómas Þór.

Dagskrá Samfés er þríþætt en á landsmótinu er unnið í fjölbreyttum smiðjum þar sem markmiðið er að ungmenni taki það sem þau læra með sér heim og miðli reynslu sinni og þekkingu í sinni félagsmiðstöð. Auk þess er rík áhersla á mikilvægi þess að hitta jafnaldra sína, kynnast nýju fólki og að allir skemmti sér sem best.

Á landsmótinu fer einnig fram landsþing ungs fólks en á landsþinginu fær ungt fólk tækifæri til þess að tjá sig um hin ýmsu málefni. Að þessu sinni var rætt um íslenska skólakerfið, jafnrétti, mannréttindi o.fl. Unglingar frá Klakanum fengu mikið hrós fyrir hversu virk þau voru í umræðum á landsmótinu.

Landsmótið heppnaðist mjög vel og unglingarnir frá Klakanum skemmtu sér konunglega.

Til baka
English
Hafðu samband