Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skóladagurinn hefst á morgunsöng á sal skólans. Sungin eru tvö lög á hverjum morgni og reynt að hafa söngskrána fjölbreytta og að lögin höfði til sem flestra nemenda. Þá hafa lög markvisst verið kennd í tónmennt til að fjölga lögum sem nemendur þekkja og geta sungið vel. Áhersla er lögð á að nemendur syngi og þekki nokkur íslensk þjóðlög, lög við texta þjóðkunnra ljóðskálda, lög úr teiknimyndum og barnaleikritum, þjóðlög nokkurra annarra þjóða, ný og gömul barnalög og ný og gömul íslensk sönglög og dægurlög. 

Stundum er morgunsöngurinn tengdur þeim þemum sem eru í gangi hverju sinni. Nemendur sýna einnig afrakstur þemavinnu í morgunsöng.


 

English
Hafðu samband