Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimavinna í Sjálandsskóla

Allir nemendur lesa heima að lágmarki í 20 mínútur á dag (í hljóði og upphátt), alla daga ársins og foreldrar lesa einnig fyrir börn sín á hverjum degi, í það minnsta fyrir nemendur í 1.-4. bekk.

· Nemendur í 1.-2. bekk lesa heima, nánast engin önnur heimverkefni

· Nemendur í 3.-4. bekk lesa heima og vinna öðru hvoru verkefni sem tengja saman heimili og skóla.

· Nemendur í 5.-7. bekk lesa heima og fá vikuáætlun frá kennara  Ætlast er til að sú vinna sé unnin í skólanum. Nái nemendur ekki að klára það sem er á áætlun eiga þeir að klára heima. Nemendur vinna öðru hvoru verkefni sem tengja saman heimili og skóla.

· Talsverður hluti af námi 8.-10. bekkjar fer fram heima samkvæmt áætlun nemenda og kennara (5-10 klukkutímar á viku).

 

Þar sem að skólinn leggur áherslu á einstaklingsmiðun í starfi sínu útbúa umsjónarkennarar „heimavinnupakka“ fyrir nemendur ef áherslur foreldra og aðstæður nemenda eru þannig.

 

English
Hafðu samband