Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Í vor voru nemendur í 3. og 4. bekk í Íslands þema. Þau lærðu nokkur ættjarðarlög í tengslum við þemað og sömdu svo sín eigin ættjarðarlög við ljóð Jónasar Hallgrímssonar og Eggerts Ólafssonar.
Krakkarnir völdu sér svo hljóðfæri, útsettu og æfðu lögin í tónmenntatímum.
Að lokum tóku þau lögin upp en þau má heyra hér:
Þið þekkið fold... (Máni)
Hér er landið frjótt... (Sól)
Þegar líður gamla góa... (Stjarna)

Krakkarnir í 1. bekk unnu með gamla íslenska þjóðlagið Kálfar tveir í kúamynd. Þau æfðu lagið á hljóðfæri eftir nótum og tóku það upp.

Síðan sungu þau yfir eigin undirleik. Að lokum myndskreyttu þau texta lagsins.

Afraksturinn má sjá með því að smella á myndböndin hér að neðan: 

 

 

 

Krakkarnir í 2. bekk hafa verið að vinna með styrkleika tónlistar og styrkleikabreytingar. Í tengslum við það spiluðu þau og sungu íslenska þjóðlagið Móðir mín í kví kví.

Að lokum tóku þau lagið upp þar sem allir nemendur bæði leika á hljóðfæri og syngja.

Hér er hægt að hlusta á lagið 

 

Krakkarnir í 1. bekk hafa verið að æfa lagið Gráðug kelling og svangur kall eftir Þorkel Sigurbjörnsson í tónmennt.

Þau tóku að lokum lagið upp í tvennu lagi. Annarsvegar þar sem þau léku undirleikinn á skólahljóðfæri og hinsvegar þar sem þau sungu lagið.

Hér má heyra afraksturinn:

Gráðug kerling (þriðjudags hópur)

Gráðug kerling (fimmtudags hópur)

Krakkarnir í 1. bekk voru að kanna hljóðheiminn. Bæði hefur verið unnið með hljóð í umhverfinu og hljóð sem þau geta búið til með líkamanum.

Meðal þess sem þau gerðu var að taka upp söng og hljóðgjörning í lagið Hljóðin koma.

Herlegheitin má heyra hér:

Hljóðin hjá 1.A

Hljóðin hjá 1.B.

English
Hafðu samband