Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Unnið er með jafnrétti í skólastarfi Sjálandsskóla. Lögð er áhersla á að skapa tækifæri fyrir alla til að þroskast á eigin forsendum, rækta hæfileika sína og lifa ábyrgu lífi í frjálsu samfélagi. Í skólastarfinu skulu allir taka virkan þátt í að skapa samfélag jafnréttis og réttlætis. Jafnrétti birtist í skólastarfinu á marga vegu, t.d á bekkjarfundum þar sem raddir allra fá að heyrast. Jafnrétti birtist einnig í sveigjanleika á heimasvæðum, tjáningarfrelsi nemenda tryggt og stuðlað er að gagnkvæmri virðingu. Kennarar hafa jafnrétti að leiðarljósi við kennsluna og grípa tækifæri sem gefast til umræðu (sjá jafnréttisáætlun í skólanámsskrá)
English
Hafðu samband