Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samstarf við nærsamfélag

Aðrir skólar

Skólinn er í samstarfi við aðra leik- og grunnskóla í Garðabæ. Haldin eru sameiginleg námskeið fyrir starfsmenn skólanna. Skólastjórnendur og sumir starfsmenn skólanna funda reglulega.

Skólaskrifstofa

Starfsfólk Sjálandsskóla á samstarf við skólaskrifstofu bæjarins sem heyrir undir fræðslu-og menningarsvið Garðabæjar. Skólastjórnendur grunnskólanna í Garðabæ funda að jafnaði einu sinni í mánuði með deildarstjóra skóladeildar og forstöðumanni fræðslu- og menningarsviðs. Auk þess kemur deildarstjóri skóladeildar og forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs og funda í hverjum skóla með
skólastjórnendum.

Markmið félagsmiðstöðvarinnar

  • Að ná til allra nemenda í unglingadeild sem og miðdeild Sjálandsskóla og gefa þeim tækifæri til að taka þátt í skapandi og uppbyggjandi starfi
  • Að virkja börn og unglinga til virkrar þátttöku og framkvæmda í starfinu, einkunn þau sem þurfa sérstaka hvatningu og stuðning vegna fötlunar eða félagslegrar aðstæðna.
  • Að starfið einkennist af lýðræðislegum vinnubrögðum, virkni, ábyrgð og þátttöku einstaklinganna. Starfið er því skipulagt í samvinnu við unglingana en ekki fyrir þá
  • Að þeir sem sækja félagsmiðstöðina eigi góðar stundir með jafnöldrum án sýnilegs markmiðs í öruggu umhverfi
  • Sérstaklega skal leitast við að ná til barna og unglinga sem ekki njóta sín í öðru íþrótta- og æskulýðsstarfi
  • Að hlustað sé eftir röddum nemenda og komið sé á móts við börn og unglinga í leik og starfi
  • Að ýta undir jafnrétti kynjanna
  • Að samstarf sé gott við ýmsa aðila s.s. félagsmálastofnun, skóla, foreldra, lögreglu, aðrar félagsmiðstöðvar og önnur félög og samtök sem vinna að aukinni félagsvirkni og jákvæðri uppbyggingu unglinga
  • Að í starfi félagsmiðstöðvarinnar sé ávallt starfandi hæft starfsfólk sem er tilbúið að vinna að sameiginlegri sýn
  • Að halda úti markvissu fræðslu-, forvarnar- og leitarstarfi og beita fjölbreyttum aðferðum til að auka líkurnar á árangri. Til að ná sem bestum árangri leita starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar eftir því að fá sérfræðinga til samstarfs sem ná til barna og unglinga með vitneskju sinni og
    reynslu

Tónlistarskóli Garðabæjar

Tónlistarskóli Garðabæjar hefur góða aðstöðu í Sjálandsskóla fyrir þá nemendur skólans sem þar stunda nám. Skólinn hefur afnot af stofum sem eru sérútbúnar fyrir tónlistarkennslu. Auk þess hefur Tónlistarskólinn aðgang að öðrum kennslustofum og sal skólans eftir því sem þörf er á. Nemendur fara ýmist úr öðrum kennslustundum í tónlistarnámið eða eftir að skólatíma lýkur. Tími sem hentar nemenda er fundinn í samráði við umsjónakennara. Forráðamenn bera ábyrgð á að nemendur vinni upp heima það námsefni sem hann kann að hafa misst af vegna tónlistarkennslunnar.

Tengsl við grenndarsamfélagið

Markvisst er unnið að því að efla tengslin við grenndarsamfélagið. Grenndarsamfélag skólans er annars vegar landfræðilegt, bæði náttúran og manngert umhverfi og hins vegar félagslegt, svo sem fjölskyldur, stofnanir, fyrirtæki, félög og samtök.

Jónshús og Félagsstarf eldri borgara

Skipulagt hefur verið samstarf skólans við Jónshús og Félagsstarf eldri borgara í Garðabæ. Markmiðið með því er að auka samkennd og virkja eldri borgara til að miðla reynslu sinni og skapa nemendum tækifæri til að vinna verkefni með eldri borgurum. Nemendur skólans fara árlega í heimsóknir í Jónshús sem hafa mismunandi markmið.

Háskóli Íslands - Menntavisindasvið

Skólinn á samstarf við Kennaraháskóla Íslands í tengslum við vettvangsnám kennaranema og vegna símenntunar kennara. Lögð er áhersla á að á að fá kennaranema í æfingakennslu í skólann árlega og kynna skólann og skipulag skólastarfsins fyrir nemendum í kennaranámi. Starfsfólk skólans aðstoðar gjarnan háskólanemendur sem vilja gera einhverjar athuganir á starfsháttum skólans.

English
Hafðu samband