Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Þróunarstarf

Þróunar- og umbótaverkefni eru unnin af starfsfólki skólans og áætlun segir til um hvaða verkefni eru sett í forgang hverju sinni. Þróunaráætlun er unnin til nokkurra ára í senn. Þar er tekið fram hvaða verkefni er forgangsverkefni skólans hverju sinni.
Starfsmenn Sjálandsskóla eru ötulir við að sækja fjölbreytt námskeið auk þess sem fjölmörg fræðsluerindi er fengin í skólann.

Dæmi um fræðsluerindi og námskeið sem koma hafa í skólann.

  • Skyndihjálp
  • Leiðsagnarmat
  • Upplýsinga og tæknidagur. Endurmenntun kennara í Garðabæ
  • Tökum höndum saman. Samvinna sem afl í skólastarfi. Skólaþróunarþing haldið á vegum áhugafólks um skólaþróun
  • Lestrarkennsluaðferðin PALS
  • Námskeið um velferð barna. Haldið fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla í Garðabæ
  • Leið til læsis
  • Fagfundir grunnskóla Garðabæjar. Kynning á þróunarverkefnum í Garðabæ
  • Hvað einkennir sterka sjálfsmynd, hvað einkennir sterka sjálfsmynd og hvernig má hafa áhrif á þá þætti. Fyrirlesari: Anna Sigríður Jökulsdóttir sálfræðingur
  • Einelti og leiðir til lausna. Fyrirlesari: Vanda Sigurgeirsdóttir
  • Ofnotkun netsins og hvað ber að varast. Fyrirlesari: Eyjólfur Jónsson Örn sálfræðingur
  • Reynsla mín af einhverfu og mínum x-factor. Fyrirlesari: Brynjar Karl Birgisson einhverfur drengur sem er nemandi í 8. bekk Langholtsskóla
  • More to math“ og „We Do“. Legonámskeið. Leiðir til að þjálfa rökhugsun, lausnamiðun og samvinnu. Námskeiðið var valkvætt fyrir kennara
  • Kynlífshegðun unglinga. Fræðsla um samskipti unglinga bæði hvað varðar óviðeigandi kynhegðun- hvenær hegðun ungmenna er farin yfir í að vera óæskileg - hvernig hægt er að stoppa af hegðun sem er á gráu svæði og eins vorum við með almennar umræður um hvað gæti komið upp á. Fyrirlesari: Anna Newton sálfræðingur
  • Núvitundarnámskeiði MBCT 8. vikna námskeið. Kennari: Bryndís Jóna Jónsdóttir
  • Að kenna nemendum núvitund. Fyrirlesari: Sólveig Hlín Kristjánsdóttir sálfræðingur og jógakennari.
  • Námsferð til Skotlands. Hugleiðsluhof heimsótt, fræðsla um núvitund. Kynning á nýrri skólanámskrá Skota. Fyrirlesari: Nicholas Morgan

Skólinn sækir á hverju ári um fjölmarga styrki til þróunarverkefna. Þau verkefni sem unnið er að eru:

  • Gerð nýrrar lestrarstefnu Sjálandsskóla
  • Félaga og kennslustundarýni
  • Innleiðing vinaliða
  • Innra mat vinaliðaverkefnis
  • Innra mat faggreinakennslu á miðstigi
  • Prjónum fyrir heiminn
  • Áfram skal haldið. Jóga, hugleiðsla og slökun í kennslu
  • Efling læsis á unglingastigi Sjálandsskóla
  • Vinátta og vellíðan
  • Aðferðarfræði hönnunarhugsunar
  • Útikennsluefni fyrir 1.-7.b. þematengt kennsluefnir fyri rstærðfræði og útieldun
  • Að virkja og efla skapandi taug
  • Innleiðing nýs námsmats á öllum skólastigum

Langtíma starfsþróun

Sjálandsskóli hefur mótað sér stefnu og sett fram skýr markmið í starfi sínu. Þar er m.a. að finna áherslur er varða starfsþróun starfsmanna. Það er markmið skólans að nýta styrkleika starfsmanna til aukinnar fagmennsku í þágu skólans. Leggja áherslu á að starfsmenn vinni af metnaði að þróun skólastarfsins. Hver starfsmaður vinnur að sinni starfsþróunaráætlun og leggur fyrir skólastjóra í starfsmannaviðtali. Á
hverju vori skila starfsmenn inn yfirliti yfir sína endurmenntun.

Við innleiðingu skólastefnu Garðabæjar var unnið að gerð umbótaáætlun sem er endurskoðuð árlega. Umbætur koma fram í starfsáætlun skólans en hana má finna á heimasíðu Sjálandsskóla.

Símenntun kennara

Hverjum skóla ber að gera símenntunaráætlun. Tími til símenntunar markast af gildandi kjarasamningi sem gerir ráð fyrir 150 klst. á ári til endurmenntunar og undirbúnings kennara. Skipting þessa tíma getur verið mismunandi milli kennara, skóla og einnig milli ára.

Meginþættir í símenntun kennara:

  • Þættir sem eru nauðsynlegir fyrir skólann
  • Þættir sem hver kennari metur æskilega eða nauðsynlega fyrir sig

Skólastjórnendur ákvarða ásamt kennurum almenna þörf fyrir námskeið og fræðslufundi út frá stefnu skólans, áhersluatriðum næsta vetrar og/eða þróunarvinnu. Skólastjórnendur leggja árlega fyrir kennara könnun á símenntunarþörfinni.

Kennurum ber að gera skólastjórnendum í starfsmannasamtölum grein fyrir þeim þáttum í símenntun sem þeir hafa áhuga á að sinna til að halda sér við í starfi eða bæta við nýrri þekkingu sem nýtist í starfinu.

Kennurum er skylt að fara á námskeið sem þeim er ætlað að fara á skv. símenntunaráætlun skóla, enda sé hún gerð skv. ákvæðum kjarasamnings og kennurum að kostnaðarlausu. Símenntun, sem hluti af samningsbundnum 150 klst, er almennt ætlaður tími utan við skipulagðan starfsramma skólaársins en einnig er heimilt að koma henni við á starfstíma skóla, eftir nánara samkomulagi við kennara. Hefð hefur skapast fyrir því að símenntun sé einnig hluti af undirbúningsdögum og bundinni viðveru. Þá er miðað við styttri námskeið, fræðslufundi og vettvangsferðir. Samkomulag þarf að gera við skólastjórnendur ef þátttaka í símenntun fer fram á vinnutíma.

Símenntun starfsfólks

Símenntunaráætlun skólans er gerð fyrir eitt ár í einu og skulu stjórnendur leggja hana fram til kynningar eigi síðar en í lok apríl ár hvert. Símenntunaráætlunin er birt á vefsíðu skólans.

Símenntun starfsfólks má skipta í tvo meginþætti:

  • Þættir sem eru nauðsynlegir fyrir skólann annars vegar og hins vegar
  • þættir sem starfsfólk metur æskilega eða nauðsynlega fyrir sig.

Skólastjórnendur ákvarðar almenna þörf fyrir námskeið og fræðslufundi út frá stefnu skólans, áhersluatriðum næsta vetrar og/eða þróunarvinnu næsta vetur á grundvelli sjálfsmats skóla. Starfsfólki ber að gera skólastjórnendum grein fyrir þeim þáttum í sí- og endurmenntun sem þeir hafa áhuga á að sinna til að halda sér við í starfi eða bæta við nýrri þekkingu sem nýtist í starfi.

Starfsfólki er skylt að fara á námskeið sem þeim er ætlað að fara á skv. símenntunaráætlun skóla, enda séu þau á vinnutíma og starfsfólki að kostnaðarlausu.

Gerð símenntunaráætlunar

Starfsfólk íhugar eigin þörf á símenntun skráir fyrir starfsmannasamtal. Í kjölfarið eru sameiginlegar þarfir ræddar á starfsmannafundi (-um). Skólastjórar skilgreina þörf á símenntun fyrir starfsfólk út frá þróunaráætlun skólans.

Skólastjórnendur taka saman niðurstöður og í framhaldi af því skilgreina þeir áherslur og áætla þörf fyrir símenntun fyrir skólann /hópa/ einstaklinga. Niðurstöður eru kynntar á starfsmannafundi og um þær eru almenn umræða.

Í starfsmannasamtali ræða skólastjórnendur við starfsmanninn um hugmyndir um símenntun hans og óska eftir fleiri tillögum. Áætlun starfsmannsins skráð.

Skólastjórnendur taka saman heildaráætlun skólans sem og starfsfólks. Skólastjórar minna starfsfólk á skráningu símenntunar á miðju ári og meta árangur í lok skólaárs. Í lok árs skila starfsmenn skriflega yfirliti yfir símenntun ársins.

Hvað telst símenntun?

Til símenntunar er flokkuð formleg fræðsla eins og nám, námskeið, fræðslufundir, fræðsluerindi og framhaldsnám. Einnig getur símenntun verið í formi óformlegrar fræðslu eins og vettvangsferða, fagteyma, handleiðslu starfsfélaga, þróunarverkefna, leshringir, undirbúningur fræðslu fyrir aðra starfsmenn innan skóla eða utan, námsbókagerð og ýmis önnur verkefni tengd kennslu og skólastarfi.

Fjármögnun símenntunar

Fjármagn til símenntunar er fengið frá Bæjarsjóði Garðabæjar, af fjárhagsáætlun Sjálandsskóla, frá Skólanefnd grunnskóla Garðabæjar sem veitir árlega námsstyrki til kennara og skólastjórnenda og frá menntamálaráðuneytinu sem veitir styrki úr endurmenntunarsjóði grunnskóla, þróunarsjóði grunnskóla og þróunarsjóði Garðabæjar. Þá geta kennarar sótt um einstaklingsstyrki úr endurmenntunarsjóði Kennarasambands Íslands og aðrir starfsmenn úr menntasjóði Starfsmannafélags Garðabæjar.

„Leikreglur“ um framkvæmd símenntunar

  • Samkvæmt kjarasamningum er skólastjóri ábyrgur fyrir framkvæmd og úrvinnslu símenntunaráætlana.
  • Starfsfólk eru ábyrgt fyrir eigin símenntun, þ.e. að koma auga á tækifæri til að bæta kunnáttu og hæfileika, taka virkan þátt í gerð eigin símenntunaráætlunar, fylgja henni eftir og óska eftir aðstoð ef þörf er á
  • Tímasetningar: Undirbúningur fer fram samhliða starfsviðtölum og áætlanir birtar í kjölfar þeirra
  • Meginregla er að tími til símenntunar ræðst af þörfum og fjármagni hverju sinni. Stefnt er að því að starfsfólk hafi ekki færri en 40 tíma til símenntunar utan starfstíma skóla og 20 tíma á starfstíma skóla. Tíma utan starfstíma skóla má færa á starfstíma skóla.
  • Ávallt er reynt að dreifa tækifærum til símenntunar eftir þörfum hverju sinni en einnig er tekin tillit til þátttöku starfsmannsins á fyrri árum.
  • Gert er ráð fyrir að símenntunaráætlun starfsmanna sé í stöðugri endurnýjun og geti breyst m.a. eftir aðstæðum, framboði og verkefnum hverju sinni.
  • Trúnaðarmenn fá upplýsingar um símenntunaráætlanir. Hugsanlegum ágreiningi er hægt að vísa til samráðsfundar skólastjóra og trúnaðarmanna.

Framhaldsnám: Framhaldsnám í fjarnámi er styrkt af skóla með þeim hætti að starfsmanni er gefið leyfi á launum til að sækja staðbundnar lotur að hámarki í 7 daga. Þess í stað kynna fjarnámsnemendur verkefni sín á kennarafundum. Framhaldsnám telst ekki hluti af 150 tímunum nema það tengist beint símenntunaráætlun skólans og eftir því verði sótt skriflega. Skrá skal framhaldsnám sem hluta af einstaklingsáætlun starfsmanns. Sækja þarf um til skólastjóra tímanlega ef starfsfólk óskar eftir leyfi vegna framhaldsnáms. Skólastjóra er heimilt að synja um slíkt leyfi. Sjá nánar um reglur um styrk til fjarnáms með vinnu á heimasíðu Garðabæjar.

Starfsmenn sækja um námskeið til skólastjóra í starfsmannasamtölum en einnig á öðrum tíma ef þurfa þykir. Forgangsraðað verður í samræmi við áherslur skólans og fjármagn.

Það er ábyrgð starfsmanns að skrá símenntun og sýna fram á að henni sé lokið en skólastjóra að staðfesta hana. Matshæf símenntun er símenntun sem var samþykkt af starfsmanni og stjórnanda, haldin í vinnutíma (150 tímarnir teljast hér með).

Skólastjórar munu meta hversu vel starfsfólki hefur tekist að uppfylla kröfur í áætlunum þeirra.

English
Hafðu samband