Úrræði sem skólinn hefur ef nemandi þiggur ekki að vinna að úrbótum eða gengur illa að samsama sig við skólareglurnar.
- Leiðsögn frá kennara og tíð upplýsingagjöf til foreldra.
- Gerður samningur með skilyrðum.
- Reglulegir stöðufundir með foreldrum og kennara.
- Fundur foreldra og nemanda með þeim kennurum sem koma helst að viðkomandi nemanda og stjórnanda.
- Handleiðsla námsráðgjafa.
- Sérstakt eftirlit og handleiðsla stuðningsfulltrúa/þroskaþjálfa.
- Nemandinn hafður í sérstökum námsaðstæðum jafnvel utan heimasvæðis undir eftirliti starfsmanns.
- Fjallað um málefni nemandans á nemendaverndarráðssfundi þar sem leitað er mögulegra úrræða utan veggja skólans (sálfræðigreining, annað skólaúrræði, úrræði frá fjölskyldusviði Garðabæjar, heilsugæslu eða annarra heilbrigðisstofnana).
- Foreldrar fylgja nemanda í kennslustund/ir.
- Nemanda vísað úr skóla.