Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Einelti á sér sannanlega stað

Ef ljóst er að einelti hefur átt sér stað þarf að skipuleggja einstaklingsbundin viðtöl við þolendur og gerendur.
Ef grunur leikur á að um alvarlegt einelti sé að ræða taka umsjónarkennari og námsráðgjafi viðtal við gerendur og þolanda. Í öllum tilvikum eru gefin skýr skilaboð um að einelti sé ekki liðið og að skólinn muni með öllum ráðum tryggja að eineltinu ljúki.

Hafa þarf í huga:

 • Skráningu á einelti.
 • Samstarf við forráðamenn bæði þolenda og gerenda.
 • Þátttöku forráðamanna í meðferð málsins.
 • Hvað foreldrar/ forráðamenn geta/eiga að gera til að aðstoða barn sitt og hver ábyrgð þeirra er í eineltismálum.
 • Hvaða stuðning skólinn getur veitt þolendum og gerendum.
 • Vernd gegn frekara áreiti.
 • Eftirfylgd.
 • Bekkjarvinnu og bekkjarfundir.
 • Upplýsa skólasamfélagið.

Einelti heldur áfram

Hafa þarf í huga:

 • Frekari samvinnu og samráð við forráðamenn þolenda og gerenda.
 • Meira eftirlit, viðurlög.
 • Vísa máli til nemendaverndarráðs.
 • Brjóta upp gerendahóp.
 • Einstaklingsmiðaða atferlismótun.
 • Ráðgjöf hjá sálfræðingi/öðrum sérfræðingum.
 • Tilkynningu til fjölskyldu- og heilbrigðissviðs Garðabæjar.
 • Tilkynningu til lögreglu.

Umsjónarkennari ásamt eineltisteymi ber ábyrgð á að eineltismálum sé fylgt eftir.
Skólastjóri ber þó endanlega ábyrgð á lausn eineltismála.

English
Hafðu samband