Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lausnateymi skólans skipa:
Aðstoðarskólastjóri, sérkennarar, þroskaþjálfarar og námsráðgjafi.
Lausnateymi er til stuðnings kennurum vegna nemenda með námserfiðleika og hegðunar- og samskiptaörðugleika.

Markmið lausnateymis er:
· Að veita kennurum stuðning og ráðgjöf vegna nemenda með sérþarfir.
· Að stuðla að aukinni samvinnu innan skólans varðandi lausnir fyrir umrædda nemendur.
· Að meta þarfir nemandans með hliðsjón af margvíslegum upplýsingum um hann

Ráðið fjallar um og skipuleggur þann stuðning og sérkennslu sem veitt er innan skólans. Kennarar leita til ráðsins ef þeir meta stöðu einstaka nemenda svo, að þeir þurfi á auknum stuðningi að halda. Ráðið veitir ráðgjöf, forgangsraðar verkefnum og tímamagni og vísar málum til nemendaverndarráðs ef bjargir lausnateymis duga ekki til.

English
Hafðu samband