Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Aðstoðarskólastjóri, umsjónarkennarar og sérkennari vinna í nánu samstarfi við sálfræðing skóladeildar. Kennarar ásamt foreldrum/ forráðamönnum fylla út tilvísun á þar til gerðu eyðublaði þar sem fram koma upplýsingar um ástæðu tilvísunar, tilvísunaraðila og einnig er tilgreind sú sérfræðiþjónusta sem nemandi hefur þegar notið. Foreldrar/ forráðamenn þurfa að samþykkja tilvísunina og gera það með skriflegu samþykki. Æskilegt er að umsóknin sé fyllt út sameiginlega af kennurum og foreldrum. Hlutverk sérfræðiþjónustu í grunnskóla, samkvæmt reglugerð, er greining og ráðgjöf til kennara og foreldra.

Skólasálfræðingur Sjálandsskóla er Kristín Ósk Leifsdóttir.

Tilvísun vegna sálfræðiþjónustu má nálgast hér.


 
English
Hafðu samband