Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lús
Ef nemandi greinist með lús þá eru forráðamenn beðnir um að tilkynna það strax til skólahjúkrunarfræðings, umsjónarkennara eða skrifstofu skólans. Farið er með slíkar upplýsingar sem trúnaðarmál. Sjá upplýsingar um meðferð við lús á heilsuvef 6H

Þegar lús kemur upp í umsjónarhóp þá er nemendum á viðkomandi svæði sent lúsabréf. Öðrum foreldrum er sent almennt lúsabréf í tölvupósti – þar sem fram kemur að lús hafi komið upp í skólanum og vísað á vefsíðu landlæknis um meðferð við lús. Þegar lús kemur ítrekað upp þá eru allir nemendur skólans sendir heim með lúsamiða. Allir kennarar/starfsmenn sem kenna viðkomandi barni fái strax vitneskju um lúsina þannig að þeir geti sjálfir gengið úr skugga að lús hafi ekki borist í þá.

Hér má finna fróðleg myndbönd um lús og meðferð á lús (á dönsku)

English
Hafðu samband