Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Slys á nemendum í skóla
Fyrstu viðbrögð skólans eru að koma í veg fyrir frekari slys eða meiðsli með almennri skyndihjálp. Ef hjúkrunarfræðingur er í skólanum þá er leitað til hans, annars eru meiðsli skoðuð af starfsfólki skólans. Þegar meiðsli hafa verið könnuð er ákvörðun tekin um hvort og hvernig nemandi er færður á heilsugæslu skólans, á heilsugæslu eða slysadeild Landspítala háskólasjúkrahús. Þegar ákvörðun hefur verið tekin er haft samband við foreldra/forráðamenn og þeim tilkynnt hvað hafi gerst og hvert nemandi hefur verið færður þ.e. á heilsugæslu skólans, á heilsugæslu eða slysadeild. Jafnan er beðið um að foreldrar/forráðamenn vitji nemandans, ef aðstæður þeirra leyfa. Þegar foreldrar/forráðamenn eru komnir á staðinn getur starfsmaður skólans yfirgefið vettvang.

Skólinn greiðir sjúkravitjun fyrir nemendur við komu. Ef nemandi er færður á slysadeild eða heilsugæslu skal fylla út viðeigandi eyðublað og láta fylgja viðkomandi. Flutningur með sjúkrabíl skal greiddur af skólanum. Ef meiðsli verða utan skólahúss skal fylgja eftir sömu reglum. Kennari hefur samband við skólann og biður um aðstoð við að flytja eða færa nemanda undir læknishendur. Ef slys er alvarlegt og nemandi verður frá skóla um lengri tíma skulu skólastjórnendur ræða við bekkjarfélaga og fjalla um slysið (sjá nánar áfallaáætlun). Skólinn lætur í té alla þá aðstoð við nám nemandans sem hann getur veitt. Tilkynna þarf þeim kennurum/starfsfólki sem kenna/sinna bekknum um hvað gersthefur og hvernig skólinn hyggst taka á málinu.

Slys utan skólatíma
Hlutverk skólans við slíkar aðstæður verður að vera í samvinnu við foreldra/forráðamenn. Skólinn hefur samband við heimili og leitar eftir upplýsingum og getur ef óskað er flutt öðrum nemendum skólans skilaboð og upplýsingar. Mikilvægt er að allar heimildir um atvik og líðan séu öruggar. Skólinn lætur í té alla þá aðstoð við nám nemandans sem hann hugsanlega getur veitt.
English
Hafðu samband