Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Handbók stuðningsfulltrúa

Þegar að starfsmaður hefur störf í Sjálandsskóla sem stuðningsfulltrúi fær hann fræðslu um hvað starfið felur í sér, réttindi, skyldur og ábyrgð. Einnig fær hann kynningu á reglum skólans, hugmyndafræði hans og skipulagi kennslunnar.
Stuðningsfulltrúi vinnur náið með kennurum skólans þar sem hann er oftast að vinna með nemandann í nemandahópi. Stuðningsfulltrúi vinnur undir verkstjórn þroskaþjálfa og/eða umsjónakennara eftir því sem við á hverju sinni.
Stuðningsfulltrúi ýtir undir færni og sjálfstæði nemenda í námi og daglegum athöfnum t.d. með því að hvetja þá til að gera sem mest sjálfa og hrósa þeim fyrir að reyna. Aðstoðar nemendur við að fylgja settum reglum um hegðun, umgengni og vinnubrögð.
Stuðningsfulltrúi hefur yfirsýn ásamt umsjónakennara yfir námsefni nemandans.
Styrkir jákvæða hegðun nemenda samkvæmt hvatningakerfi sem að þroskaþjálfi setur upp og vinnur gegn neikvæðri hegðun t.d. með uppbyggjandi áminningum og/eða með því að fylgja nemendum tímabundið afsíðis.
Stuðningsfulltrúi aðstoðar nemendur við að klæðast, matast, klósett ferðir og aðrar athafnir daglegs lífs, ef þeir eru ófærir um það sjálfir.
Fylgir nemendum í ferðum þeirra um skólann, í frímínútum, útikennslu, skíðaferð, hjólaferðum, vali í unglingadeild, vettvangsferðum og aðstoðar þá eftir þörfum. Getur einnig sinnt öðrum nemendum í bekknum m.a. til að kennari geti sinnt nemanda í kennslu til að efla sjálfstæði nemandans og sjálfstraust hans ásamt tengslum kennara og nemanda. Markmiðið er að gera nemandann eins sjálfstæðan og óháðan stuðningsfulltrúa og hægt er.
Stuðningsfulltrúi ásamt þroskaþjálfa hefur umsjón og eftirlit með hjálpartækjum t.d. hjólastól, baðbekk, lyftara og fleira sem við á.
Annast önnur þau störf sem honum kunna að vera falin af yfirmanni og falla undir eðlilegt starfssvið hans. s. b. Þrif, frágangur, fundarseta, gæsla.

Starfsmaðurinn fær einnig kynningu á helstu fötlunum og/eða röskunum sem tilteknir nemendur eru með þann vetur sem starfsmaðurinn starfar. Sem dæmi um það má nefna einhverfu, ADHD, kvíða, hegðunarraskanir sbr. mótþróaþrjóskuröskun, svo eitthvað sé nefnt.

English
Hafðu samband