Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Umhverfið okkar

03.05.2024
Umhverfið okkar

Nemendur í 10.bekk hafa undanfarnar vikur verið að skoða hvað betur megi fara í umhverfismálum og þá sérstaklega í okkar nær samfélagi. Umgengni við grenndargáma sem staðsettir eru við bílastæði Sjálandsskóla hefur ekki verið til fyrirmyndar en iðulega er mikið af rusli við hlið gámana sem berst síðan um nánasta umhverfi. Þeir Gunnar, Viktor og Egill Dofri ákváðu að kortleggja vandann með því að byrja á að týna allt rusl við gámana og fylgjast svo með ástandinu dagana á eftir. Skemmst er frá því að segja að ástandið við gámana var fljótt komið í sama horf og heldur verra ef eitthvað var. Þeir ákváðu því að taka málin í sínar hendur hafa nú sett upp vinsamleg skilaboð til notenda um að gera betur. Við sjáum hvað setur en vonandi munu aðgerðir þeirra verða til þess að umgengni batnar.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband