Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Frístundaheimilið Sælukot er opið öllum nemendum í 1.– 4. bekk Sjálandsskóla og Alþjóðaskólans.

Opnunartími: Kl. 13:00-17:00 alla virka daga. Á löngum dögum er opið kl.8:30-16:30.

Sælukot er staðsett á 1. hæð í íþróttaálmu Sjálandsskóla. Einnig nýtum við okkur fleiri staði innan skólans s.s. tónmenntastofu, myndmenntastofu, íþróttahús og danssal. Börnin ganga í gegnum skólann þegar þau koma í Sælukot að loknum skóladegi en þegar þau fara heim eða eru sótt eiga þau að nota inngang/útgang íþróttahússins þar sem að inngangar í aðalbyggingu skólans loka klukkan 17:00 á daginn.

Starfsemi frístundaheimilisins miðast við skólaárið eins og það er hverju sinni og kemur fram á skóladagatali. Opið alla skipulagsdaga foreldraviðtalsdaga nema fyrsta skipulagsdag skólaársins.

Á starfsdögum skólans og þá daga sem kennsla fellur niður vegna nemenda– og foreldraviðtala er frístundaheimilið opið allan daginn (nema miðvikudaginn 21.sept) Sækja þarf um vistun sérstaklega fyrir þessa daga.

Forstöðumaður frístundaheimilis er Gunnar Oddur Hafliðadson , sími 590-3100 eða  617-1508,
Netfang:  sjalandsskoli-fristund@sjalandsskoli.is

Hér má sjá kynningarit Sælukots 

Ferill um samskipti frístundaheimilis og skóla.

Frístundaheimilið Sælukot er starfrækt í skólabyggingu Sjálandsskóla. Leiðarljós Sælukots er að skapa börnum umhverfi til að njóta sín og þroskast í nærandi umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu. Starfið einkennist af frjálsum leik og vali þegar stundaskrá skóla lýkur og á starfsdögum.

Ábyrgðarmenn Sælukots eru skólastjóri og aðstoðarskólastjóri en umsjónarmaður sér um daglegan rekstur. Til að tryggja samfellu í starfi Sælukots þar sem leiðarljósið er velferð nemenda eru haldnir reglulegir samráðsfundir skólastjórnenda og forstöðumanns Sælukots. Fundirnir eru einu sinni í mánuði þar sem farið er yfir starfsemina, einstaka nemendamál, skipulag mánaðarins og starfsmannamál. Skólastjóri boðar mánaðarlega fundi með forstöðumanni. Umsjónarmaður Sælukots sér um skipulag og umsjón með daglegum rekstri. Hann hefur umsjón með innritun nemenda og skilar nemendaskrám til innheimtufulltrúa bæjarins. Hann sér um rekstrarþætti og gerir úttekt við gerð fjárhagsáætlunar. Hlutverk forstöðumanns er jafnframt að eiga samskipti við foreldra/ forráðamenn varðandi opnunartíma, lengd vistunar, einstaka daga og viðburði. Skólastjóri ber ábyrgð á innheimtu dvalargjalda og rekstri tómstundaheimilis. Hann sér um ráðningar starfsfólks í samráði við forstöðumann.

English
Hafðu samband