Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dansnámskeið í Sælukoti

01.10.2008
Við ætlum að bjóða uppá 10 vikna dansnámskeið hérna í Sælukoti. Námskeiðin verða á miðvikudögum og er stefnt á að byrja miðvikudaginn 1.október næstkomandi. Námskeiðið verður frá kl 15.00-15.40 næstu 10 miðvikudaga.

Það er Danskóli Ragnars sem sér um þetta námskeið hjá okkur og vonumst við til að næg þátttaka verði svo dansinn duni á fjölum Sjálandsskóla í vetur! Síðan munum við að sjálfsögðu enda þetta með danssýningu í desember og þá geta foreldrar komið og skoðað nýjustu danstaktana í Sælukoti.

Lágmarksþáttaka er 15 krakkar...

Verð: 5000 kr. Fyrir 10 vikna námskeið.
Allar frekari upplýsingar fást hjá Davíð í Sælukoti

Upplýsingar um Danskóla Ragnars


Kv Davíð "Sælukotskóngur"

Til baka
English
Hafðu samband