Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Laufabrauð - foreldrafélagið

14.12.2008
 

Sú hefð hefur skapast síðastliðin ár að nemendur hittast með fjölskyldum sínum í jólakaffi í skólanum.  Það hefur hingað til verið í framhaldi af leikhúsferð en að þessu sinni langar okkur að nýta tímann frekar í samveru með fjölskyldunni og skella okkur í laufabrauðsbakstur með jólakaffinu.

Skerum út laufabrauð saman!

Sunnudaginn 14. Desember kl: 10:30 - 13:30

Hver fjölskylda mætir með tilbúnar laufabrauðskökur (hægt að kaupa í stórmörkuðum og bakaríum), skurðarbretti og hnífa.  Mjög gott er að koma með svokallaða laufabrauðshjól ef þau eru til á heimilinu.  Gott að hafa með eitt "viskustykki" líka til að breiða yfir kökurnar þegar búið er að skera þær út svo þær þorni ekki um of fyrir steikingu. Og að lokum ílát undir steikta laufabrauðið.

Við í foreldrafélaginu ásamt sjálfboðaliðum munum sjá um steikinguna!

Sameiginlegt kaffihlaðborð

Á meðan við erum að skera út langar okkur að sjálfsögðu að gæða okkur á smákökum, kaffi og/eða  heitu SwissMiss kakó.  Það væri mjög vel þegið ef þið tækjuð með ykkur disk af smákökum, muffins (eða einhverju sem ekki þarf að borða með áhöldum) til að setja sameiginlegt kaffihlaðborð.

Við munum ekki rukka fyrir þátttöku en munum vera með bauk á staðnum og þætti vænt um ef fjölskyldur sjá af einhverjum hundraköllum í hann til að koma til móts við efniskaup (jurtafeiti, pappír, kaffi og kakó).

Til baka
English
Hafðu samband