Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kórahátíð í Vídalínskirkju

17.05.2009
 Kórar í Garðabæ taka þátt í kórahátíð sem er í formi tónleika sunnudaginn 17. maí nk. kl. 17:00 í safnaðarheimili Vídalínskirkju.

Sjö kórar úr Garðabæ taka þátt í hátíðinni að þessu sinni:
  • Garðakórinn - kór eldri borgara
  • Kór Hofsstaðaskóla
  • Kór Sjálandsskóla
  • Kórskóli 3. og 4. bekkjar Flataskóla
  • Kór Vídalínskirkju
  • Gospelkór Jóns Vídalíns
  • og Kvennakór Garðabæjar.
Kórarnir syngja sína eigin söngdagskrá auk þess sem allir kórarnir syngja saman nokkur lög í lok tónleikanna. Léttleikinn ræður ríkjum í lagavali kóranna á þessari fjölbreyttu söng- og tónlistardagská kóranna í Garðabæ.

Aðgangur er ókeypis og bæjarbúar eru hvattir til að fjölmenna því söngurinn sameinar, bætir og kætir.


Til baka
English
Hafðu samband