Allir starfsmenn Sjálandsskóla eru með netfang og tölvupóstur er einfalt, þægilegt og fljótlegt samskiptaform. Tölvupóstur er ákjósanlegur í almennum samskiptum við einstaka kennara eða skólann. Við bendum þó á að tölvupóstur er ekki örugg samskiptaleið og ætti ekki að nota til að tala um viðkvæm mál heldur til að leita upplýsinga, hrósa eða koma með ábendingar. Ef um viðkvæm mál er að ræða er æskilegra að hafa símasamband eða koma á fundi. Kennarar Sjálandsskóla eru ekki með fastan símaviðtalstíma en ritari kemur skilaboðum til kennara ef óskað er eftir að þeir hafi samband.