Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemendur borða “litla”nesti sitt öðru hvoru megin við frímínúturnar, kl. 9:30 . Nesti hafa nemendur með sér að heiman og mælst er til að hollusta sé í fyrirrúmi og ávextir og grænmeti sé aðaluppistaðan í því nesti. 

Nemendur eiga þess kost að kaupa hádegismat í skólanum en fyrirtækið Matartíminn sér um mötuneytið. Maturinn er aðeins seldur í áskrift. Lögð er áhersla á að hafa matseðilinn fjölbreyttan og leitast er við að uppfylla þær kröfur sem Manneldisráð gerir til skólamötuneyta. 
Hægt er sjá matseðil skólans á heimasíðunni

Matartíminn

 
Aðstaða er fyrir nemendur til að grilla sér samlokur eða hita í örbylgjuofni.
Nemendur temja sér góðar reglur í matsal:

• Ganga hljóðlega um og sýna tillitssemi.
• Snæða á þeim borðum sem eru merkt þeirra hópum.
• Ganga snyrtilega frá borðum, skila diskum og áhöldum á vagna og henda rusli.
• Eru ekki í yfirhöfnum í matsal.

English
Hafðu samband