Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Í Sjálandsskóla er öflugt brunaviðvörunarkerfi og vatnsúðakerfi. Rýmingaráætlun er til staðar
og eru teikningar af henni á öllum svæðum skólans. Árlega er æfð rýming.
Ef brunaviðvörunarkerfi fer í gang skal miðað við að nemendahópur fylgi sínum kennara út
um öruggustu, hefðbundnu leið (anddyri). Ef sú leið er ekki örugg skal fara út um
neyðarútganga. Hver umsjónarhópur fylgir sínum kennara á fyrirfram ákveðinn söfnunarstað á
lóð skólans. Kennari kannar hvort allir nemendur séu komnir út og lætur skólastjórnendur
vita hvort að svo sé. Skólastjóri er tengiliður við slökkviliðið.

Rýmingaráætlun fyrir Sjálandsskóla - leiðbeiningar 

 

English
Hafðu samband