Öryggismyndavélar í Sjálandsskóla
Skólinn er
vaktaður með öryggismyndavélum sem eru staðsettar utanhúss og innanhúss við
innganga skólans og á opnum göngum innan skólans í almannarými. Tilgangur með rafrænni
vöktunar á skólalóðinni og í skólabyggingunni er í þágu öryggis, til að varna
því að eigur og verðmæti séu skemmdar eða þeim stolið og að farið sé um
byggingar í leyfisleysi.
Heimild til
skoðunar er aðgangsstýrð og er myndefni skoðað ef upp koma atvik sem varða eignavörslu
eða öryggi einstaklinga, s.s. þjófnaður, skemmdarverk eða slys. Myndefni er varðveitt
að hámarki í 90 daga og er því eytt að þeim tíma loknum.
Merkingar með
viðvörunum um rafræna vöktun eru uppsettar á hinum vöktuðu svæðum.
Framkvæmd
vöktunar er í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð
persónuupplýsinga og reglur Garðabæjar um rafræna vöktun öryggismyndavéla.
Reglur
Garðabæjar um rafræna vöktun má
finna hér.
Upplýsingar
um persónuvernd hjá Garðabæ má finna
hér.
Einnig er
bent á að almennar upplýsingar um rafræna vöktun ásamt leiðbeiningum er að
finna í bæklingi á vef persónuverndar þar sem hægt er að fá frekari upplýsingar
um viðfangsefnið: sem
finna má hér.