Lög Nemendafélags Sjálandsskóla í Garðabæ
1. Félagið heitir Nemendafélag Sjálandsskóla, skammstafað NFSS. Félagar eru nemendur í Sjálandsskóla 2.-7. bekk.
2. Tilgangur félagsins er að vinna að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda skólans.
Fulltrúar félagsins er kosnir í byrjun skólaárs. Tveir fulltrúar úr hverjum árgangi í 2. – 7. bekk, einn strákur og ein stúlka. Annar fulltrúinn er aðalmaður og hinn er varamaður. Nemendur gefa kost á sér og síðan fer fram leynileg kosning í hverjum bekk. Í nemendaráði eru því 6 fulltrúar og 6 varafulltrúar sem skipast þannig: formaður, varaformaður og 4 meðstjórnendur. Kjörgengir eru þeir sem eru í NFSS. Formaður skal vera úr 7.bekk.
3. Kosning fer fram á haustönn eða í síðasta lagi 1. október ár hvert.
4. Formaður í nemendafélaginu nemenda í 2.-7.b er fulltrúa nemenda í skólaráði og varaformaður varamaður hans.
5. Forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar og skólastjóri bera ábyrgð á starfsemi nemendafélagsins og boða til funda a.m.k. þrisvar sinnum á skólaári.
6. Endurskoða skal þessi lög á fyrsta fundi NFSS í upphafi hvers skólaárs.
7. Ákvarðanir á fundum er færðar í fundargerð og birtar á heimasíðu skólans.
Markmið nemendafélagsins er að vinna að hagsmuna- og velferðarmálum nemenda. Nemendaráð kemur meðal annars að skólareglum, jafnréttismálum, matarmálum, húsnæði, félagsmálum, umhverfismálum og öðru sem viðkemur málefnum nemendum skólans.
Nemendafélagið er tækifæri til þess að nemendur geti;
• Þroskast félagslega.
• Verði hæfari að lifa og starfa í lýðræðisþjóðfélagi.
• Geti tjáð skoðanir sínar með eðlilegum hætti og unnið með öðrum að þroskandi viðfangsefnum.
• Árgangafulltrúar komi skoðunum nemenda á framfæri á fundum þó svo að þær stangist á við eigin skoðanir.
Fulltrúar í stjórn nemendafélagssins bera upp mál til umfjöllunar. Meirihlutinn nægir til þess að samþykkja mál innan nemendaráðs.