Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hlutverk nemendaráðs miðstigs Sjálandsskóla (5.-7.bekkur):

Virkni nemendaráðsmeðlima er gífurlega mikilvæg til þess að vinna nemendaráðsins sé árangursrík. Allir meðlimir nemendaráðs hafa ákveðnum hlutverkum að gegna og þau helstu eru að:

• Vera fyrirmynd samnemenda í orði og gjörðum.
• Vera talsmaður sinna bekkjarfélaga og skal koma hugmyndum og ábendingum þeirra áleiðis inn á borð nemendaráðs.
• Virkja aðra nemendur til þátttöku í starfi félagsmiðstöðvarinnar t.d. með jákvæðu umtali, taka sjálfir þátt, upplýsa um starfið, sækja hugmyndir frá bekkjarfélögum o.fl.
• Mæta á mánaðarlega nemendaráðsfundi og taka virkan þátt í umræðum.
• Koma að undirbúningi og útfærslu viðburða og hjálpa starfsfólki við frágang að viðburðum loknum.
• Útbúa markmið og reglur fyrir nemendaráðið.
• Sinna öðrum störfum er fallið gætu inn á borð skólans og/eða félagsmiðstöðvarinnar.

Stjórn nemendaráðs
Nemendaráð kýs innan sinna raða í stjórn nemendaráðs sem fer með framkvæmdar- og ákvörðunarvald, er ætlað að skera úr í deilumálum sem koma upp og fundar með verkefnisstjóra eftir þörfum. Stjórnin tekur ákvarðanir í stærri málum og er í forsvari nemendaráðs. Í stjórn skulu sitja formaður nemendaráðs, varaformaður, ritari og fulltrúar árganganna.

Formaður nemendaráðs er talsmaður nemendaráðs og aðaltengiliður við verkefnisstjóra. Stýrir nemendaráðsfundum ásamt verkefnisstjóra.
Varaformaður nemendaráðs leysir formann af í fjarveru hans. Sér til þess að ritaðar séu fundargerðir á nemendaráðs- og stjórnarfundum samkvæmt leiðbeiningum um Ritun fundargerða og að þær séu aðgengilegar á tölvutæki formi.

Mætingaskylda
Forsenda setu í nemendaráði er mæting og þátttaka á nemendaráðsfundum og því er mætingarskylda á alla fundi. Fundirnir eru almennt haldnir vikulega á tíma sem ákveðinn er í upphafi skólaárs og heldur forstöðumaður Klakans utan um mætingar með þar til gerðum mætingarlista. Ef nemendaráðsmeðlimir eru ekki að sinna skyldu sinni eiga þeir hættu á brottrekstri úr nemendaráði. –Vonandi kemur ekki til þess :-) 

Nemendaráð Sjálandsskóla veturinn 2021-2022:

)

Fundargerðir veturinn 2020-2021

1.fundur 27.okt.-fundargerð

 

English
Hafðu samband