Nemendur í 5. – 6. bekk hafa verið að læra um framandi tónlist. M.a. hefur verið fjallað um tónlist frá Kenýa. Nemendur lærðu takta og einfalt undirspil við lagið Jambo og tóku það upp á hin ýmsu skólahljóðfæri. Svo sungu þeir inn á upptökuna í tveimur röddum en lagið er á tungumálinu Svahílí sem er algengasta tungumálið í Kenýa.