Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Áfallaáætlun

Áfallateymi

Í áfallateymi sitja eftirtaldir aðilar:
Skólastjórnendur, skrifstofustjóri, námsráðgjafi og skólahjúkrunarfræðingur auk umsjónarkennara og annarra lykilstarfsmanna eins og við á. Auk þeirra mun skólasálfræðingur og prestur vera innan handar. Skólastjóri eða staðgengill hans kallar saman áfallateymi og stýrir vinnu þess.

Starf áfallateymis

Áfallateymi gerir vinnuáætlun svo bregðast megi við áföllum sem orðið hafa s.s. bráð veikindi, alvarleg slys, dauðsföll eða aðrir þeir atburðir sem líklegt er að kalli fram sorgarviðbrögð og/eða áfallastreitu.

Vinnuáætlunin verður að vera skýr og afdráttarlaus um hvert hlutverk þeirra er sem í ráðinu eru, hvernig og í hvaða röð eigi að bregðast við hverju einstöku tilviki.

Áætlun þarf að taka mið af atvikinu sem um ræðir hverju sinni. Mikilvæg er að huga að óskum fjölskyldna þeirra sem í hlut eiga hverju sinni. Við skipulag áfallahjálpar og viðbragða, þarf að hafa í huga alla þá einstaklinga sem koma að starfi skólans s.s. nemendur, aðstandendur, stjórnendur og annað starfsfólk skólans.

Áfallateymi skal sjá um að allt starfsfólk skólans fái kynningu á því hvernig bregðast skuli við áföllum. Einnig þarf áfallateymi að sjá til þess að kennarar og annað starfsfólk sem að áfallahjálp vinnur fái stuðning og aðstoð.

Áföll

  • Alvarleg slys (nemanda, aðstandenda eða starfsfólks skólans)
  • Alvarleg veikindi (nemanda, aðstandenda eða starfsfólks skóla)
  • Langvinnir sjúkdómar (nemanda, aðstandenda eða starfsfólks)
  • Andlát (nemanda, aðstandenda, starfsfólks eða maka starfsfólks)
  • Skilnaður foreldra/forráðamanna nemanda
  • Kynferðislegt ofbeldi tengt nemanda

Áfallateymi skal funda strax og atvik kemur upp eins og upp er talið hér á undan og tekur ákvörðun um viðbrögð og/eða aðgerðir eins fljótt og auðið er. Skólastjórnendur halda utan um aðgerðir og viðbrögð áfallateymis og útdeila verkefnum eins og við á.

Hér má lesa alla áfallaáætlunina

English
Hafðu samband