Í byrjun ársins var veðraþema hjá 7. bekk. Þá sömdu nemendur í tónmennt tónverk sem túlkar ákveðin veður.
Verkin eru tvö og eru þau hvert um sig í tveimur köflum, A og B.
Verkin voru samin og æfð í 12 - 13 manna hópum en svo var hvert hljóðfæri tekið upp sér til að fá sem best hljómgæði.
Blái hópurinn valdi að túlka kyrran morgun og sól í kafla A en B kaflinn túlkar dimm ský á himni og mikið rok.
Græni hópurinn valdi sér frumskóg sem svið tónverksins. A kaflinn túlkar mikla rigningu, þrumur og eldingar. Í B kaflanum styttir upp og dýralífið vaknar.